Tugthúsið
Verð: | 4.459 ISK |
Penninn Eymundsson
- Austurstræti 18
- Kringlan Suður
- Akureyri
- Keflavík
- Smáralind
Höfundur
Vörulýsing
Sumarið 1757 fóru sýslumenn þess á leit við konung að mega hengja lausgangara landsins í stað þess að leggja þeim til gistingu, mat og farmiða í þrælakistur Kaupmannahafnar. Tillagan olli nokkru uppnámi, sem lauk með tilskipun úr höllinni um að stofna skyldi tugthús. Fangarnir sem þangað voru dæmdir vörðu næstu árum í að bera grjót, höggva það til og reisa utan um sig húsið. Í hálfa öld hírðust svo konur og karlar í Tugthúsinu við Arnarhól fyrir margvísleg brot, lausagöngu, barneignir, þjófnaði, morð.
Löngu síðar hefur húsið virðulegra hlutverk en yfir því er enn ekki ró. Getur hugsast að það stafi af óeirð einhvers sem þar dvaldi og dó? Þetta kannaði öryggisstjórinn Páll Holt af fádæma samviskusemi. Tugthúsið er skýrslan hans.
Haukur Már Helgason hefur vakið athygli fyrir frjóa hugsun og skarpa sýn í verkum sínum. Í þessari áhrifaríku skáldsögu varpar hann nýju ljósi á aumustu þegna landsins og valdhafana sem sýsluðu með
örlög þeirra.
Vöruflokkur
-
Íslenskar bækur, Skáldverk íslensk - innbundin
- Form: Innbundin
- Útgáfuár: 2022
- Blaðsíðufjöldi: 453